Orkumálinn 2024

Reynt að opna Fagradal

Til stendur að reyna að opna veginn yfir Fagradal undir hádegið en honum var lokað í morgun því skyggni vær nær ekkert. Reynt verður að halda Fjarðarheiði opinni fyrir jeppa.

Veginum um Fagradal var lokað um klukkan hálf níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var þá nokkuð hvasst þar og skyggni þannig að ekki sá milli stikna.

Rúta með starfsmönnum Fjarðaáls komst niður á Reyðarfjörð en ákveðið var að hún færi ekki upp eftir aftur. Þá var einn bíll skilinn eftir í Grænavelli en aðrir munu hafa komist til byggða.

Vind lægði heldur eftir að veginum var lokað og stendur til að reyna að opna hann nú undir hádegi. Hins vegar eru líkur á að hann lokist aftur því spáð er vaxandi vindi og síðar úrkomu í dag. Þá er útlitið ekki gott fyrir morgundaginn því spáð er talsverðri snjókomu og hvassviðri.

Fjarðarheiði er merkt þungfær en reynt verður að halda henni jeppafærri. Ófært er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi en þar eru mokstursbílar að störfum. Hvort og hve lengi tekst að halda veginum þar um opnum fer eftir veðri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.