Ríflega 200 skammtar af bóluefni gefnir í vikunni

230 skammtar af bóluefni gegn Covid-19 veirunni verða gefnir á Austurlandi í þessari viku.

Bólusett er á Eskifirði í dag fyrir Fjarðabyggð og Egilsstöðum á morgun fyrir Fljótsdalshérað. Á báðum stöðum verður lokið við að bólusetja fólk fætt árið 1951 og byrjað að kalla inn yngri einstaklinga sem nota líftæknilyf.

Alls komu 230 skammtar austur, 110 af efni AstraZeneca og 120 frá Pfizer/BioNTech.

Í næstu viku verður farið á Vopnafjörð og íbúum yfir 70 gefinn seinni skammtur bóluefnis. Þar verður einnig byrjað að bólusetja yngra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Undirbúningur fyrir bólusetningu þess hóps annars staðar fjórðungnum er farinn af stað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.