Ríkisstjórnin bókaði Hótel Valaskjálf í morgun

Þráinn Lárusson eigandi Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum segir að ríkisstjórnin hafi bókað hótelið fyrir fund sinn í morgun. Eins og fram kemur í fréttum mun ríkisstjórnin funda á Egilsstöðum í dag og efna svo til blaðamannafundar.

„Fulltrúi ríkisstjórnarinnar hafði samband við okkur í gærdag um möguleikann á að halda þennan fund í dag,“ segir Þráinn. „Það var svo aftur haft samband við okkur í morgun þar sem þetta var staðfest.“

Stór hluti af ríkisstjórninni er staddur austan og norðanlands um þessar mundir og munu fjórir ráðherrar þurfa að fljúga austur. Tveir ráðherrar eru erlendis og komast ekki á fundinn.

Á blaðamannafundi í kjölfar ríkisstjórnarfundarins er síðan ætlunin að kynna sóttvarnareglur innanlands í kjölfar nýs minnisblaðs frá sóttvarnalækni. Búist er við að reglurnar verði hertar vegna mikillar aukningar á smitum innanlands undanfarna daga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.