Röð út á götu á dekkjaverkstæðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. okt 2025 12:53 • Uppfært 22. okt 2025 12:54
Brjálað hefur verið að gera hjá austfirskum dekkjaverkstæðum síðan í gær eftir að fyrsti snjór vetrarins féll í byggð.
Íbúar á Egilsstöðum vöknuðu, eins og fleiri, upp við alhvíta jörð í gærmorgun. Um leið fylltist allt á dekkjaverkstæðum. Umskiptin voru snörp eftir hlýtt haust.
Við Dekkjahöllina eru keilur sem mynda hring á planinu til að koma fyrir bílum sem bíða. Röðin í gær náði langt upp eftir Fagradalsbrautinni.
Röð var enn út á brautina þegar Austurfrétt leit við í hádeginu. Þar þarf að forgangsraða bílum þannig að sumir, sem teljast nógu vel búnir í bili, þurfa að koma síðar. Þegar óskað var eftir fréttaviðtali fengust einfaldlega þau svör að ekki væri svigrúm til þess.