Orkumálinn 2024

Rýmingarskiltið fyrir Seyðisfjörð tilbúið

Rýmingarskiltið fyrir Seyðisfjörð er nú tilbúið að verður borið út í öll hús í bænum á næstu dögum.


Þetta kemur fram á vefsíðu lögreglunnar á Austurlandi. Þar segir að gangskör var gerð að því af hálfu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að útbúa rýmingarskilti í kjölfar aurskriðna á Seyðisfirði í lok árs 2020. Skiltið er nú tilbúið og verður borið í öll hús á Seyðisfirði á næstu dögum.  

“Á skiltinu má finna leiðbeiningar til íbúa um það hvað rétt myndi að hafa meðferðis komi til rýmingar, að hverju skuli hyggja við rýmingu, hver tekur ákvörðun um rýmingu, afléttingu hennar og fleira,” segir á vefsíðunni.

Gert er ráð fyrir að sambærilegum skiltum verði síðar dreift í hús á Eskifirði og í Neskaupstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.