Rýmingu aflétt á Seyðisfirði, einnig á Fossgötu

Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta rýmingu á þeim svæðum sem rýmd voru í varúðarskyni síðastliðið föstudagskvöld. Íbúar á þeim svæðum geta því haldið til síns heima.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Um eftirtalin hús er að ræða:
Öll hús við Botnahlíð
Múlavegur 37
Baugsvegur 5
Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56.

Engin hreyfing hefur mælst á hlíðinni ofan Seyðisfjarðar þrátt fyrir rigningu frá föstudagskvöldi fram til seinnipart laugardags í gær og ekki hefur orðið vart við óstöðugleika. Vatnshæð í borholum hefur ekki hækkað umtalsvert. Því er talið óhætt að aflétta rýmingu.

Rýmingu er einnig aflétt af öllum húsum við Fossgötu. Hús þar hafa verið rýmd frá því í vikunni fyrir jól þegar stóra skriðan féll. Farvegur Búðarár hefur síðan verið dýpkaður og lagfærður. Í ljósi þess sem og þess stöðugleika sem hefur sýnt sig í hlíðum þykja ekki efni til að viðhalda rýmingu á Fossgötu.

Mynd: Lögreglan á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.