Samþykkja sölu fjögurra tjaldsvæða Fjarðabyggðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt sölu á fjórum af tjaldsvæðum sveitarfélagsins til Ferðaþjónustunnar Fossárdals. Sami aðili mun ennfremur leigja tvö önnur tjaldsvæði næsta sumarið.

Eftirleiðis mun því Ferðaþjónusta Fossárdals eiga og reka tjaldsvæðin á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdalsvík en fyrirtækið mun til viðbótar leigja  og sjá um rekstur tjaldsvæðanna á Eskifirði og í Neskaupstað allt næsta sumar.

Salan er lokahnykkur á þeirri ákvörðun sveitarstjórnar að auglýsa tjaldsvæðin til sölu fyrir tæpu ári síðan. Töluverðar fjárhagslegar skuldbindingar fylgja rekstri tjaldsvæða í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar auk þess sem þörfin hafi verið orðin brýn að endurnýja ýmislegt á svæðunum sem kallað hafi á verulegan kostnað. Þar ekki síst fjölgun rafmagnstenginga á svæðunum enda hafa tjaldvagnar, felli- og hjólhýsi mikið til leyst hefðbundin tjöld af hólmi og lágmarkskrafa hjá mörgum að geta komist í rafmagn auk annarrar þjónustu vandræðalaust.

Hvorki kaup- né leiguverð fyrir svæðin er gefið upp.

Tjaldsvæðið á Reyðarfirði eitt fjögurra sem verður í einkaeigu eftirleiðis. Mynd Visit Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar