Samþykkt að leita leiða til að bæta vetrarþjónustu í Múlaþingi

„Ég hef það eftir akstursaðila á Fjarðarheiðinni að þjónustan hefur þar versnað og það er ekki í samræmi við það sem var búið að tala um þegar við vorum að vinna að þessari sameiningu hér í Múlaþingi,“segir Hildur Þórisdóttir, sveitarstjórnarmaður, en samþykkt var á fundi sveitarfélagsins í vikunni að leita leiða til að endurskoða og bæta vetrarþjónustu á vegum.

Á fundinum var sérstaklega fjallað um vetrarþjónustu í dreifbýli og milli byggðakjarna en eins og Austurfrétt hefur greint frá þykir ýmsum vetrarþjónusta í sveitarfélaginu hafa versnað frá því sem áður var. Hildur tekur undir það.

„Það skýtur einhvern veginn skökku við að við séum í þessu sameiginlega sveitarfélagi með þessar miklu vegalengdir á milli og við komumst ekki á milli með góðu móti. Það væri hægt að halda ræðu um það í heilan dag hversu galið það er að Borgfirðingar eigi ekki að fara neitt á laugardögum [...].“

Bókaði sveitarstjórn að mikilvægt sé að samgöngur séu tryggðar innan sveitafélagsins alla daga vikunnar þegar slíkt er mögulegt. Sömuleiðis var samþykkt að Múlaþing fari þess á leit að Vegagerðinni verði veitt heimild til að breyta þjónustuflokkum á fáfarnari vegum er liggja innan fjölkjarnasveitarfélaga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.