Samvinna um byggingu íbúða á Fáskrúðsfirði

Á dögunum var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, leigufélagsins Bríetar og verktakafyrirtækisins Og synir/Ofurtólið um samvinnu við byggingu íbúðarhúsnæðis á Fáskrúðsfirði til leigu.

 

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að markmið verkefnisins er fyrst og fremst að stuðla að húsnæðisöryggi íbúa í Fjarðabyggð með því að auka framboð íbúða í sveitarfélaginu. 

„Það afar ánægjulegt skref að þessi viljayfirlýsing liggi núna fyrir. Aðkoma Fjarðabyggðar að þessu verkefni er fyrst og fremst fólgin í því að tryggja að skipulagðar lóðir verði í boði, í samræmi við þá uppbyggingu sem ráðist verður í.“ sagði Jón Björn Hákonarson, að lokinni undirritun viljayfirlýsingarinnar.

„Við vitum að þörfin fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis er brýn á Fáskrúðsfirði, eins og víða annarsstaðar í Fjarðabyggð. Við höfum að undanförnu hefur verið að vinna að því að leita leiða til að mæta þessari þörf í samvinnu við byggingaraðila, leigufélög og verktaka, og þetta er gott skref í rétta átt.“

Einnig kemur fram að Bríet og Og synir vinna nú í sameiningu að því að greina og meta hvar þörfin liggur við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Fáskrúðsfirði.

Mynd: Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar: Þorsteinn Erlingsson, framkvæmdastjóri Og sona/Ofurtólsins, Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Bríetar./fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.