Seinka opnun Sláturhússins til september

„Upphaflega stóð til að opna að hluta til í júlí en svo ákváðum við að fresta því og nú er miðað að formlegri enduropnun þann 3. september,“ segir Ragnhildur Ásvaldsdóttir, forstöðumaður menningarmiðstöðvarinnar Sláturhúsið á Egilsstöðum.

Sláturhúsið hefur nú verið lokað gestum frá því síðla árs 2020 en viðhaldsþörf hússins var þá orðin brýn enda byggingin, eins og nafnið gefur til kynna, gamla sláturhúsið á svæðinu og komið vel til ára sinna án þess að viðhaldi hafi verið sinnt nægilega vel.

Ragnhildur segir að gestir miðstöðvarinnar muni ganga því sem næst að nýju safni í september enda hefur fjölmörgu verið breytt frá fyrri tíma.

„Það má segja að þetta sé mjög frábrugðið því safni sem fólk kannski þekkti áður. Það er nýtt anddyri, fleiri útgangar og gluggar til að veita inn meiri birtu. Aðgengi mikið lagað, gólfin jöfnuð og auk annars kominn glænýr stigi milli hæða. Veggurinn sem skipti rýminu á annarri hæðinni er horfinn og það orðið mun stærra og fallegra svæði. Svo verður komið upp svokölluðu blackbox-rými þar líka en það er svona galtómt rými sem hver og einn listamaður getur hannað eftir sínu eigin höfði í hvert sinn.“

Útlit Sláturhússins hefur tekið miklum breytingum til batnaðar síðustu misserin bæði utandyra og innan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.