Sex Austfirðingar bjóða sig fram til stjórnlagaþings

Sex Austfirðingar bjóða sig fram til stjórnlagaþings, en kosið verður laugardaginn 27. nóvember. Frambjóðendurnir koma af Fljótsdalshéraði, frá Seyðisfirði og úr Fljótsdalshreppi. Austfirskur tölvunarfræðingur hefur skrifað leitarvél sem hjálpar kjósendum til að gera upp hug sinn.

 

Þeir eru:
Guðmar Ragnar Stefánsson, járnsmiður, Fljótsdalshéraði.
Jóhann Hjalti Þorsteinsson, sagnfræðingur, Fljótsdalshreppi.
Kristinn Björn Valdimarsson, félagsliði, Seyðisfirði.
Pétur Kristjánsson, þjóðfræðingur, Seyðisfirði.
Sigurður Aðalsteinsson, veiðileiðsögumaður, Fljótsdalshéraði.
Þórunn Hálfdánardóttir, kerfisfræðingur, Fljótsdalshéraði.

Þá hefur Fáskrúðsfirðingurinn Andri Mar Jónsson skrifað leitarvél sem gerir notendum kleift að leita í málefnum frambjóðanda. Leitarvélina er að vinna á www.andrimar.is/malefnaleitin/

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.