Orkumálinn 2024

Seyðfirðingar geta rætt við starfsfólk Veðurstofu

Starfsfólk frá Veðurstofu Íslands verður staðsett í þjónustumiðstöð almannvarna í Herðubreið í dag og á morgun frá kl. 16-19.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að ef Seyðfirðinga langar að spjalla við starfsfólkið og fá til að mynda upplýsingar um vöktun á svæðinu á Seyðisfirði, vinnu við hættumat eða annað sem tengist störfum Veðurstofunnar, getur viðkomandi pantað tíma í síma þjónustumiðstöðvarinnar 839-9931 eða með því að senda netpóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Áætlað er að hvert samtal taki 20 mínútur. Við pöntun á viðtalstíma þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og símanúmer.

Mynd: Lögreglan á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.