Skip to main content

Seyðfirðingar þurfa að moka sig út úr húsum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. jan 2025 08:49Uppfært 20. jan 2025 09:11

Mesta úrkoman í óveðrinu, sem kom yfir Austfirði í gær, hefur verið á Seyðisfirði. Þar er kafsnjór og íbúar þurfa margir að moka sig út úr húsum en verið er að reyna að opna götur.


„Það hefur snjóað mjög mikið þótt það hafi dregið heldur úr síðustu tímana. Síðan er víst von á öðru skoti síðar í dag,“ segir Inga Þorvaldsdóttir, fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Seyðisfirði.

„Ég bý efst í þorpinu og sé að hjá nágranna mínum er snjór upp á hálfa hurð. Hann kemst ekki út nema moka sig út. Bílar eru á kafi.

Það var talsverður vindur með úrkomunni og hefur fokið í stóra skafla sums staðar. Ég æði víða snjóinn upp í klof á götunni,“ bætir hún við.

Verið er að reyna að moka aðalgötur á Seyðisfirði og eru fimm moksturstæki komin af stað. Þar voru sjö svæði, yst í byggðarlaginu sitt hvoru megin, rýmd vegna snjóflóðahættu í gærkvöldi. Varðskipið Freyja kom þangað snemma í morgun og lúrir úti á firðinum. Samkvæmt tölum Veðurstofunnar er úrkoma á Seyðisfirði, frá því að í veðrið gekk í gær, kominn í yfir 80 millimetra.

Myndir sem Daniela Webrová tók á Seyðisfirði um klukkan 4:30 í nótt. Myndir sem sýna ástandið og nánari lýsingar má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.