Sigríður Rún og Alcoa Fjarðaál fengu viðurkenningar Hinsegin Austurlands

Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi og Alcoa Fjarðaál fengu um helgina heiðursviðurkenningar Hinsegin Austurlands fyrir stuðning við málstað hinsegin fólks í fjórðungnum. 

Viðurkenningarnar voru veittar á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á laugardag. 

Sigríður Rún fær viðurkenninguna fyrir sýnilegan stuðning við félagið og málstað þess frá fyrstu tíð.

Í þakkarræðu sinni sagði Sigríður Rún að samstarfið við félagið væri afar mikilvægt. Hún minntist á verkefni Þjóðkirkjunnar „Ein saga, eitt skref“ sem flestar kirkjur á Austurlandi hafa tekið þátt í.

Verkefnið miðar að því að safna reynslusögum fólks sem orðið hefur fyrir fordómum eða andstöðu Þjóðkirkjunnar við réttindi hinsegin fólks í gegnum árin til að geta gert upp söguna og lært af henni.

Fjarðaál fékk viðurkenninguna fyrir hvernig staðið er að málefnum hinsegin fólks innan fyrirtækisins. Í rökstuðningi segir að þar séu viðhorf og viðtökur gagnvart hinsegin fólki með miklum sóma.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samfélags- og samskiptamála fyrirtækisins sagði áherslu á að álverið væri fjölbreyttur vinnustaður þar sem öllum væri vel tekið. Hún kvaðst vonast til að viðurkenningin vekti athygli og yrði til þess að önnur fyrirtæki veittu málefninu eftirtekt og gerðu enn betur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.