Síld flæðir yfir kolmunnaslóðina

Uppsjávarskipin Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK komu til Neskaupstaðar í gær og í morgun með síldar- og kolmunnaafla. Börkur NK er síðan væntanlegur í dag.

Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að Beitir NK kom með 700 tonn af kolmunna og 800 tonn af síld í gær. Vinnsla á síldinni hófst strax en nú er unnið í fiskiðjuverinu á tveimur vöktum í stað þriggja eins og þegar síldarvertíðin stóð sem hæst, enda ekki um samfellda vinnslu að ræða.


Bjarni Ólafsson AK kom í morgun með um 870 tonn af kolmunna og segir Runólfur Runólfsson skipstjóri að heldur hafi dregið úr kolmunnaveiðinni og síld hafi flætt yfir kolmunnaslóðina.

Börkur NK er væntanlegur til Neskaupstaðar í dag og er hann með um 940 tonn af síld og 430 tonn af kolmunna. Síldin fékkst í þremur holum norðantil í Norðfjarðardýpi og var töluvert að sjá þar.

Mynd: Hákon Ernuson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.