Síldarvinnslan áréttar mikilvægi sóttvarna

Síldarvinnslan sendi nýlega áminningu um mikilvægi sóttvarna á allar starfsstöðvar og skip fyrirtækisins.


„Covid-19 faraldurinn er á mikilli uppleið á ný, sem hefur orðið til þess að enn á ný hefur verið gripið til sóttvarnaraðgerða af hálfu stjórnvalda. Því er skynsamlegt að gæta áfram varúðar og mælst er til þess að hugað sé að persónulegum smitvörnum til að koma í veg fyrir smit og veikindi,“ segir á vefsíðu Síldarvinnslunnar. „Rétt er að benda á að bólusettir geta borið veiruna og smitað aðra þótt þeir veikist ekki sjálfir.“

Þá vill Síldarvinnslan einnig fara þess á leit að fólk heimsæki alls ekki starfsstöðvar fyrirtækisins nema brýna nauðsyn beri til og hafi samband áður en komið er í heimsókn.

„Ef smit kemur upp getur það haft veruleg óþægindi í för með sér fyrir viðkomandi, aðstandendur og vinnufélaga, auk þess sem raunveruleg hætta er á að það muni hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Það er því allra hagur að fara áfram varlega og gera það sem hægt er til að lágmarka hættuna á smiti,“ segir einnig.

Helstu smitvarnir eru að þvo hendur reglulega með sápu og vatni, minnst 20 sekúndur í hvert skipti. Nota áfram spritt fyrir og eftir snertingu við fleti sem margir koma við (t.d. í verslunum og eins á vinnustaðnum).

Nota grímu í verslunum og öðrum stöðum þar sem ekki er hægt að halda fjarlægðarmörk. Takmarka áfram náin samskipti við aðra en sína nánustu, t.d. handabönd og faðmlög.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.