Síldarvinnslan framúrskarandi fyrirtæki í átta ár
Síldarvinnslan (SVN) hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki samfellt frá árinu 2012 og hefur verið að færast upp listann á síðustu árum.Þetta kemur fram á vefsíðu SVN. Eins og fram kom í umfjöllun á Austurfrétt.is í gærdag er SVN í sjötta sæti á listanum fyrir rekstrarárið 2019 og að fimm fyrirtæki á Austurlandi hafi náð inn á topp 100 á listanum.
Á vefsíðu SVN segir að Creditinfo hefur unnið lista um framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2010. Fyrir árið 2019 komust einungis um 2% fyrirtækja á umræddan lista.
„Á listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki er þeim skipt í þrjá stærðarflokka; lítil fyrirtæki, meðalstór og stór. Síldarvinnslan er í flokki stórra fyrirtækja og er þar í sjötta sæti. Fram kemur á listanum að eignir Síldarvinnslunnar séu 64.3 milljarðar króna og eigið fé 43.7 milljarðar króna eða 67,9%,“ segir á vefsíðunni.
„Þegar fyrirtæki á listanum eru skoðuð eftir landshlutum kemur fram að 32 fyrirtæki á Austurlandi eru framúrskarandi og þar er Síldarvinnslan í fyrsta sæti.“