Sjö milljónum úthlutað úr sjóðum SÚN

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupsta, SÚN, úthlutaði nýverið sjö milljónum króna til 26 verkefna úr menningar- og styrktarsjóði sínum.
Hæsti styrkurinn nam 1,1 milljón króna til byggingar strandblaksvallar í Neskaupstað en alls fóru 2,5 milljónir til íþróttamála.

BRJÁN eða Blús, rokk og jass klúbburinn á Nesi fékk 750 þúsund króna styrk til rekstrar og Neistaflugshátíðar um verslunarmannahelgina, en til menningarmála runnu alls 2.3 milljónir króna.

Til annarra mála var varið 2,2 milljónum króna. Þar bar hæst milljón króna styrk til uppbyggingar félagsmiðstöðvar kajakklúbbsins, sem kallaður er Þórsskúrinn, en búið er að byggja aðstöðu klúbbsins í fjörunni fyrir neðan Norðfjarðarkirkju.

SÚN er gamalgróið félag í Neskaupstað, nær 80 ára gamalt, sem hefur nú um nokkurra ára bil varið nánast öllum arði af rekstri félagsins til  margskonar framfaramála innan fjallahrings Norðfjarðar. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.