Sjaldséðar hitatölur á Austurlandi í mars

Veðurstofan spáir því að hitinn Austanlands fari í 15 stig í dag og á morgun. Þetta eru sjaldséðar hitatölur á landinu í marsmánuði.

Spáin í dag hljóðar upp á suðlæga átt, víða 8-15 m/s og dálítil rigning eða súld, en 15-23 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi fram á nótt. Skýjað, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast austanlands.

Á morgun er gert ráð fyrir sama veðri og áfram hlýjast á Austurlandi. Um helgina fer svo að kólna og rigna. Þannig er gert ráð fyrir að á laugardag verði breyti­leg­ar átt­ir með slyddu eða rign­ingu í flest­um lands­hlut­um og að hitinn verði á bilinu 1 til 6 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.