Skörp hækkun á bréfum Síldarvinnslunnar

Gengi hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur hækkað um tæp 10% það sem af er degi. Veglegur loðnukvóti fyrir næstu vertíð er líkleg skýring.

Hafrannsóknastofnun lagði í morgun til að loðnukvóti næsta árs verði rúm 900.000 tonn. Kvótinn hefur ekki verið stærri frá árinu 2003.

Bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum ruku upp í Kauphöllinni í morgun eftir tíðindin. Hæst fóru bréf Síldarvinnslunnar í 85 kr. á ellefta tímanum í morgun, sem er tæplega 10% hækkun síðan í upphafi dags. Hækkunin gekk lítillega í síðustu viðskiptum fyrir hádegi en hækkunin er engu að síður tæp 8%.

Gengi í Brimi, sem rekur loðnuvinnslu á Vopnafirði, hafa hækkað um 10,6% það sem af er degi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.