Skúli gefur kost á sér í prófkjöri Pírata

Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri á Hallormsstað, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í lok september.

Í tilkynningu frá Súla segist hann tilbúinn að taka hvaða sæti sem honum verði treyst fyrir í lýðræðislegu prófkjörsferlinu.

Skúli hefur langa reynslu í stjórnmálum, en hann hefur starfað að sveitarstjórnarmálum i yfir 20 ár og var um tíma formaður bæjarráðs á Héraði. Hann hefur tekið þátt í ýmsum félagsstörfum og starfað með Pírötum í nokkur ár.

Hann er menntaður vélstjóri en hefur komið víða við á starfsferlinum, undanfarin ár í skógræktargeiranum sem bæði skógarvörður á Hallormsstað og framkvæmdastjóri Barra.

Skúli segir helstu áherslur sínar vera nýa stjórnarskrá á grunni tillagna Stjórnlagaráðs, opna og gagnsæja stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, eftirfylgni við stefnu hreyfingarinnar í loftslagsmálum og byggðastefna sem í framkvæmd byggist á að styrkja gruninnviði, svo sem samgöngur, orkuflutningsnet og gagnaflutningskerfi um land allt.

Hann telur að Píratar nái árangri á Alþingi með að starfa opið, heiðarlega og helst í ríkisstjórn og hangi ekki í hjólförum gömlu stjórnmálanna heldur finni nýjar leiðir að árangri. Þá segir Skúli það skoðun sína að sé sem kjörinn sé á þing fyrir ákveðinn flokk en segi sig úr honum eigi jafnframt að segja af sér þingmennsku og kalla til varamann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.