Íslandspóstur tilbúinn í viðræður

ImageÍslandspóstur er tilbúinn í viðræður við sveitarfélagið Fjarðbyggð um framtíð afgreiðslu fyrirtækisins á Stöðvarfirði. Allir möguleikar koma til greina.

 

Á fjölmennum íbúafundi á Stöðvarfirði í seinasta mánuði lýsti talsmaður Íslandspósts því yfir að fyrirtækið væri tilbúið að skoða ýmsa möguleika sem þar voru nefndir þótt afgreiðsla fyrirtækisnis hefði lokað um mánaðarmótin.

Þetta er ítrekað í svarbréfi Íslandspóts til bæjarráðs Fjarðabyggðar. Þar kemur fram að Pósturinn sé tilbúinn að skoðan „alla möguleika þótt ekki verði haldið uppi póstafgreiðslu með óbreyttu sniði.“

Í bókun sinni fagnar bæjarráð góðum undirtektum Íslandspósts og ætlar að kalla til formlegra viðræðna við fyrirtækið síðar á árinu.

Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri pósthúsasviðs, sagði á íbúafundinum að ákvörðun Landsbankans að loka afgreiðslu sinni á Stöðvarfirði hefði verið kveikjan að ákvörðun Póstsins en fyrirtækin voru í sama húsinu. Ef Landsbankinn endurskoðaði sína afstöðu kæmi til greina að Pósturinn gerði það einnig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.