Spá Viðreisn þingmanni í Norðausturkjördæmi

Viðreisn nær þingmanni inn í Norðausturkjördæmi, samkvæmt kosningalíkandi Kjarnans. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá tvo þingmenn.

Kosningaspá Kjarnans byggir á þeirri forsendu að fylgi framboða í skoðanakönnun sé líklegasta niðurstaða kosninga að viðbættri óvissu, sem byggir á sögulegu fráviki kannana frá kosningaúrslitum. Út frá reiknilíkaninu eru síðan keyrðar 100.000 sýndarkosningar til að fá niðurstöðu.

Það sem ber helst til tíðinda í útreikningum Kjarnans er að Eiríkur Björn Björgvinsson, oddviti Viðreisnar, mælist inni á þingi.

Framsóknarflokkur fengi tvo þingmenn, Sjálfstæðisflokkur tvo en Sósíalistar, Píratar, Miðflokkur, Samfylking og Vinstri græn einn þingmann hver.

Ekki munar þó miklu að annar þingmaður VG, felli út oddvita Sósíalista eða annan þingmann Framsóknarflokksins.

Þingmaður, flokkur, líkur á þingsæti
Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, 99%
Ingibjörg Ólöf Isaksen, Framsóknarflokki, 98%
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, 97%
Logi Einarsson, Samfylkingu, 92%
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokki, 87%
Einar Brynjólfsson, Pírötum, 84%
Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn, 66%
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokki, 64%
Haraldur Ingi Haraldsson, Sósíalistum, 59%
Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki, 58%
--- Næst inn ---
Jódís Skúladóttir, Vinstri grænum, 52%
Hilda Jana Gísladóttir, Samfylkingu 34%
Berglind Harpa Svavarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, 31%
Jakob Frímann Magnússon, Flokki fólksins, 26%
Hrafndís Bára Einarsdóttir, Pírötum 20%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.