„Spurning hvort Putin mæti ekki líka“

„Aðal vandræðin eru sú að fólk heldur að þetta sé bara eitthvað djók,“ segir Kristinn Jónasson á Eskifirði um aðkomu Valhallar að Rússneskum kvikmyndadögum á Íslandi.


Valhöll á Eskifirði tekur þátt í Rússneskum Kvikmyndadögum á Íslandi en þar verða sýndar tvær myndir, annars vegar heimildamynd frá 1949 um síldveiðar við íslandsstrendur og á eftir henni rússneska grínmyndin Good Boy.

Er þetta í sjötta skipti sem Rússneskir kvikmyndadagar eru haldnir í Reykjavík, af Sendiráði rússneska sambandsríkisins á Íslandi í samstarfi við Production Centre NORFEST og Northern Traveling Film Festival, með fjárstuðningi frá Menningarmálaráðuneyti Rússlands. Í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli stjórnmálasambands Rússlands og Íslands.

„Aðkoma okkar kom til með þeim hætti að Friðþjófur Tómasson, formaður Vina Valhallar, hitti konu frá rússneska sendiráðinu í sumar sem spurði hvort við værum til í að vera með. Við ákváðum að slá til þó svo það sé hálf undarlegt að halda slíka hátíð þegar viðskiptabann ríkir. Þarna verður konan frá sendiráðinu og svo er spurning hvort Putin mæti ekki líka,“ segir Kristinn og hlær.

Rússneska kvikmyndahátíðin verður einnig í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld klukkan 20:00. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar