Spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

utsvar_fljotsdalsherad_web.jpgÁ morgun fara fram úrslit í spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi. Keppt verður í Reyðarfjarðarkirkju en þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin.

 

Úrslitakeppnin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 14:00 í Reyðarfjarðarkirkju, þar sem keppendur liðanna taka virkan þátt, lesa ritningarlesta og flytja bænir. Undanúrslit og úrslit fara svo fram í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna.

Spurningarkeppnin hófst á haustmánuðum með undankeppni þar sem 14 lið tóku þátt af öllu Austurlandi. Í undanriðlum var keppnin oft hnífjöfn og spennandi og munurinn í lokin oft aðeins eitt stig. Þau lið sem hafa unnið sér keppnisrétt í úrslitunum eru frá Egilstöðum, Vopnafirði, Reyðarfirði og sameiginlegt lið frá Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Spurningar keppninnar eru almenns eðlis, en einnig úr fræðsluefni fermingarbarnanna og Biblíunni.

Keppnin er haldin á vegum Prestafélags Austurlands og er liður í fermingarstarfi kirkjunnar á Austurlandi.  Árlega eru haldnar fermingarbúðir í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum. Fermingarbörnin taka þátt í fermingarbarnasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og fá heimsókn frá  Afríku. Þá er foreldrum og börnum boðið upp á fjölbreytta fræðslu, svo sem um trúarstef í kvikmyndum og samskipti foreldra og unglinga.

Dómari keppninnar er Stefán Bogi Sveinsson. Öllum er velkomið að fylgjast með keppninni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar