Skip to main content

Starfsmenn í heimaþjónustu vilja félagsmálastjóra áfram

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jan 2010 19:49Uppfært 08. jan 2016 19:21

Átta starfsmenn félags- og heimaþjónustu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í Neskaupstað hafa sent bæjarráði Fjarðbyggðar mótmælabréf vegna starfsloka Sigríðar Stefánsdóttir, félagsmálastýru.

 

Image„Við undirrituð, starfsmenn félags- og heimaþjónustu í Neskaupstað, mótmælum harðlega því að starfslok hafi verið gerð við forstöðukonu félagsmálasviðs Fjarðabyggðar. Aldrei hefur borið skugga á samstarf okkar við hana sem yfirmann og furðum við okkur á því að ekki virðist áhugi vera lengur á starfskröfum hennar innan stjórnsýslu Fjarðabyggðar,“ segir í bréfinu.