Stefán Bogi til Héraðsskjalasafnsins

Stefán Bogi Sveinsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá safninu en núverandi skjalavörður, Bára Stefánsdóttir, lýkur störfum 31. maí. Fimm umsóknir bárust um starfið.

Stefán Bogi er lögfræðingur að mennt og er búsettur á Egilsstöðum. Hann lauk kandídatsprófi í lögfræði haustið 2006, var í skiptinámi í réttarsögu, réttarheimspeki og þjóðarétti við Uppsala háskóla árið 2005, lauk námskeiði um réttindi til að vera héraðsdómslögmaður árið 2007 hjá Lögmannafélagi Íslands og lauk námi til kennsluréttinda í framhaldsskóla frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Hann hóf BA nám í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2020.

Stefán Bogi hefur komið víða við á starfsævinni. Hann hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leiðsögumaður en síðast starfaði hann sem markaðsstjóri Austurgluggans/Austurfréttar.

Hann hefur unnið að menningartengdum verkefnum, gefið út ljóðabækur, verið virkur í stjórnmálum og félagsstörfum og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Hann er fulltrúi í skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum og situr í sveitarstjórn Múlaþings.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs. er byggðasamlag í eigu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Fjórir fulltrúar sitja í stjórn og eru þeir tilnefndir af Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppi, Múlaþingi og Vopnafjarðarhreppi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.