Vonlaust fyrir landsbyggðarfólk að stunda fjarnám við Háskóla Íslands

Mjög sterk viðbrögð hafa orðið við gagnrýni tveggja stúlkna af landsbyggðinni á hendur Háskóla Íslands (HÍ) en fjarnám í boði við þessa æðstu menntastofnun landsins er af afar skornum skammti og engin leið að klára neitt nám þar án þess að vera á staðnum.

„Ég kláraði nám við Háskólann á Akureyri í fjarnámi vandræðalaust og ég get klárað mastersnám gegnum fjarnám hjá velflestum skólum í heiminum í dag en ekki hjá Háskóla Íslands,“ segir Agnes Klara Ben Jónsdóttir.

Hún ásamt vinkonu sinni Stefaníu Hrund Guðmundsdóttur, skrifuðu harða grein vegna þessa og birtu á vefmiðlinum Vísi í byrjun vikunnar. Í kjölfarið stofnuðu þær undirskrifta og áskorunarlista á vefnum Change.org þar sem þess er krafist að aðgengi landsbyggðarfólks að námi í HÍ verði fært til nútímavega. Vel yfir fimm hundruð manns hafa skrifað undir þegar þetta er skrifað.

„Það er með hreinum ólíkindum árið 2021 að Háskóli Íslands krefjist þess að nemendur séu allan tímann á staðnum í námi,“ heldur Agnes áfram. „Það takmarkar getu margra úti á landi að afla sér menntunar auk þess sem slíku fylgir uppnám og aukakostnaður og það geta ekki allir rifið sig upp vegna aðstæðna. Í þokkabót þýðir þetta líka oft að þeir sem fara suður til lengra náms þeir koma oft ekkert aftur heim í sveitirnar og landið því að missa dýrmæta einstaklinga og þekkingu til höfuðborgarsvæðisins. Það er svo margt athugavert við svona lagað á þessum tímum.“

Mynd Háskóli Íslands

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.