Stórbruni á Reyðarfirði

Eldur logar á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðabyggðar vinnur að slökkvistarfi.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að nokkurn reyk leggur frá svæðinu yfir byggðina á Reyðarfirði og eru íbúar beðnir um að hafa glugga á húsum sínum lokaða á meðan það stendur. Eins er fólk beðið um að vera ekki á ferð á svæðinu við Hjallaleiru að óþörfu á meðan unnið er að slökkvistarf.

Björgvin Þórarinsson íbúi á Reyðarfirði segir að mikinn og dökkan reyk leggi upp af svæðinu sem brennur. Þarna sé mikill eldmatur til staðar m.a. gömul gúmmídekk. "Það er greinilegt að slökkviliðið er með mikinn viðbúnað í baráttunni við eldinn og ég sé tvo dælubíla auk fleiri tækja," segir Björgvin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.