Stormur á Djúpavogi en ekkert tjón

Stormur geisar nú á Djúpavogi og í nágrenni bæjarins. Vindmælirinn í Hamarsfirði sýnir 32 metra á sekúndu og í hviðum fer hann hærra.

Eiður Ragnarsson íbúi á Djúpavogi segir að ekkert tjón hafi orðið vegna veðursins. „Menn hér voru búnir að undirbúa sig vel og vandlega fyrir þetta veður í gærdag,“ segir Eiður. „Staðan er því alls ekki hættuleg í augnablikinu.“

Fram kemur í máli Eiðs að bæjarbúar séu sallarólegir þrátt fyrir hvassviðrið. „Menn eru ekki að kippa sér upp við þetta og telja ekki að um óveður sé að ræða fyrr en vindmælirinn í Hamarsfirði fýkur á haf út.“

Eiður segir hinsvegar að stærri bílar og bílar með aftanívagna ættu ekki að keyra um svæðið eins og staðan er núna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.