Skip to main content

Svara spurningum um sorpmál Múlaþings fyrr og nú á rafrænum íbúafundi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. feb 2025 16:10Uppfært 20. feb 2025 16:18

Nokkuð hefur borið á óánægju íbúa í Múlaþingi með sorphirðumál síðastliðna mánuði og þar ekki síst eftir að nýr aðili tók við þeim málum fyrir hönd sveitarfélagsins í kjölfar útboðs síðasta haust. Síðdegis í dag mun sveitarstjóri sjálfur, verkefnastjóri umhverfismála og fulltrúar nýs sorphirðuaðila funda með öllum áhugasömum um þau málin á rafrænum fundi.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni bæði á vef Múlaþings sem og á fésbókarsíðu sveitarfélagsins en ekki aðeins verður farið yfir hvernig staðan hefur verið síðustu mánuðina heldur og opinberað hvaða frekari breytingar eru í farvatninu næstu mánuðina.

Stór hluti vandamálanna síðustu mánuðina helguðust af ófyrirséðum vandamálum tengdum sorphirðuútboði sveitarfélagsins en kæra vegna þess útboðs barst frá einu fyrirtæki af fimm alls sem bauð í þá þjónustuna eftir að tilboði Kubbs ehf. var formlega tekið í lok októbermánaðar.

Fundurinn er á milli 17 og 18 í dag og geta forvitnir sent fyrirspurnir inn á fundinn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nýr sveitarstjóri, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, verkefnastjórinn Stefán Aspar Stefánsson og fulltrúar Kubbs fara yfir stöðuna og svara öllum þeim spurningum er fram koma.