Takmarka samkomur við 200 manns

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði rétt í þessu í viðtali á ruv að frá og með miðnætti annað kvöld munu 200 manna samkomutakmarkanir gilda. Þetta þýðir útihátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra sleppur fyrir horn en Franskir dagar á Fáskrúðsfirði eru í uppnámi.

Þær hertu reglur sem kynntar voru eftir ríkisstjórnarfundinn á Hótel Valaskjálf fela m.a. í sér að veitingastaðir þurfa að loka fyrir áfengissölu kl. 23 að kvöldi og að eins meters nálægðarregla er tekin upp að nýju. Katrín sagði einnig að hertar reglur taki gildi á miðnætti annað kvöld og eigi að gilda til 13. ágúst.

Á ruv.is kemur fram að tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson kemur ekki fram á tónleikum í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði eystra í kvöld eins og til stóð. Jónas er í sóttkví ásamt öðrum liðsmönnum hljómsveitar hans. Tónleikarnir eru hliðarverkefni Bræðslunnar sem verður á Borgarfirði eystra annað kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.