Orkumálinn 2024

Talsverður fjöldi tilnefninga og framboða hjá Samfylkingunni

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar fer núna yfir tilnefningar og framboð sem bárust fyrir lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Ráðið mun leggja til uppstillingu á listann.

„Við fengum bæði þó nokkra væntanlega frambjóðendur og talsverðan fjölda tilnefninga,“ segir Unnar Jónsson, formaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.

Flokkurinn óskaði nýverið eftir tilnefningum og framboðum á listann og rann frestur til þess út um síðustu helgi. Kjördæmisráðið gegnir jafnframt hlutverki uppstillingarnefndar. „Við erum að fara yfir þau nöfn sem bárust og munum fljótlega hafa samband við fólk,“ segir Unnar.

Tillaga ráðsins um uppröðun á listann verður síðan lögð fyrir fund kjördæmisráðs. Unnar segir óljóst hvenær það verði gert. „Það fer á því hvernig vinnan gengur. Það er engin sérstök tímapressa á okkur, við tökum okkur þann tíma sem þarf.“

Óhætt er að slá því föstu að formaðurinn Logi Einarsson skipi efsta sæti listans. Hinn þingmaðurinn, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, hefur hins vegar gefið það út að hún muni hætta. Miðað við kannanir er líklegt að flokkurinn nái aftur inn tveimur þingmönnum í kjördæmið og verður því náið fylgst með öðru sætinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.