Tekjulágir geta sótt um COVID barnastyrk

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna COVID er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að styrkurinn er allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn og greiðist hann vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020- 2021. Ekki er heimilt að nýta íþrótta- og tómstundastyrk til greiðslu á tækjum, búnaði, fatnaði og ferðum.

Áður en sótt er um styrkinn þarf að kanna hvort heimilið falli undir ofangreint tekjuviðmið. Það er gert með því að skrá sig inn á Island.is með rafrænum skilríkjum.

Markmið frístundastyrkja er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna, efla íþróttastarf og annað forvarnarstarf. Einnig á styrkurinn að vinna gegn óæskilegu brotthvarfi í eldri aldurshópum iðkenda, að því er segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.