Skip to main content

Tengingar að lagast og rýmingu lokið á Seyðisfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. jan 2025 15:27Uppfært 20. jan 2025 15:28

Vel gekk að rýma tvö fjölbýlishús á Seyðisfirði sem ákveðið var að rýma í hádeginu vegna snjóflóðahættu. Farsímasamband er komið aftur á Stöðvarfjörð og rafmagn á Álftafjörð.


Ákveðið var að rýma tvö fjölbýlishús í efst Bakkahverfi á Seyðisfirði og tók rýmingin gildi klukkan 14:00. Rýmingu er lokið og allir íbúar húsanna, 25 að tölu, komnir í húsaskjól.

Þar með hafa hátt í 190 einstaklingar farið að heiman á Seyðisfirði og Norðfirði síðan í gær. Rýmingarnar munu standa til morguns. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir rýmingarnar í dag hafa gengið vel eins og í gær.

Upp úr hádegi bætti aftur í snjókomuna á Austfjörðum. Hún heldur áfram fram yfir miðnætti miðað við veðurspár. Áfram verður viðbúnaður vegna snjóflóðahættu í nótt og staðan endurmetin í fyrramálið.

Rafmagnsleysi hefur valdið vandræðum víða á Austfjörðum. Enn er rafmagnslaust á Stöðvarfirði, innst í Berufirði, í sunnanverðum Reyðarfirði og sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Í Álftafirði komst rafmagn á upp úr klukkan tvö í dag og hafði þar verið rafmagnslaust í tæpar 20 tíma.

Stöðfirðingar komust aftur í farsímasamband klukkan 15:15 í dag. Það datt út í hádeginu eftir að varafal kláraðist. Ófærð tafði viðbragð þar fyrr í dag.