Þrír Austfirðingar á EM í bogfimi

Þrír Austfirðingar verða meðal þeirra 21 sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu innandyra í bogfimi sem haldið verður í Slóveníu. Þetta er stærsti hópur sem Ísland hefur sent á Evrópumót.

Haraldur Gústafsson keppir í sveigboga karla, bæði einstaklinga og liða. Guðný Gréta Eyþórsdóttir í einstaklingskeppni kvenna með sveigboga en Daníel H. Baldursson í trissuboga karla, yngri en 21, bæði liða og einstaklings. Þau koma öll úr Skotíþróttafélagi Austurlands (SKAUST).

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í Evrópumóti innandyra. Nokkrar ástæður eru fyrir fjölda Íslendinganna. Í fyrsta lagi eru fleiri flokkar með boga auk þess sem bæði ungmenni og fullorðnir taka þátt í mótinu.

Fimmtíu þjóðir eiga rétt á þátttöku á mótinu. Að lokinni undankeppni komast efstu 32 einstaklingarnir í hverjum flokki í úrslit.

Mótið verður í Laško í Slóveníu 13. – 20. febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.