Skip to main content

Þrír umsækjendur um stöðu lögreglustjóra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. júl 2025 13:52Uppfært 03. júl 2025 13:54

Þrjár umsóknir bárust um stöðu lögreglustjórans á Austurlandi. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út um síðustu mánaðamót en hún hefur verið laus frá 1. apríl.


Margrét María Sigurðardóttir gegndi starfinu síðast en skipunarfrestur hennar rann út í byrjun apríl og var hún þá gerð að forstjóra nýrrar Mannréttindastofnunar. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, var þá sett yfir embættið á Austurlandi til bráðabirgða.

Staðan var loks auglýst um miðjan júní en áður hafði Úlfari Lúðvíkssyni, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, verið boðið starfið.

Samkvæmt auglýsingu var ekki gerð krafa um sérstaka menntun, heldur þekkingu eða reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, stjórnun, rekstri og færni í forustu og samskiptum. Þá var góð þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar sögð æskileg.

Þrír einstaklingar sóttu um starfið. Þeir eru:
Hlynur Jónsson, lögmaður
Kristmundur Stefán Einarsson, aðalvarðstjóri/aðstoðarsaksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Sigurður Hólmar Kristjánsson, settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra