Skip to main content

Þrjú rýmingarsvæði bætast við á Seyðisfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. jan 2025 17:32Uppfært 19. jan 2025 17:35

Ákveðið hefur verið að rýma þrjú svæði á Seyðisfirði í viðbót. Um er að ræða atvinnusvæði með utanverðum firðinum sunnanverðum.


Um er að ræða reiti SE03, SE04 og SE05 undir Strandartindi, samkvæmt rýmingarkorti. Í grófum dráttum er svæðið frá Vjelsmiðju Jóhanns Hanssonar og út að sunnanverðu. Það nær meðal annars yfir athafnasvæði Síldarvinnslunnar.

Áður var búið að rýma reiti þar fyrir utan, SE01 og SE02, auk tveggja reita SE24 og SE26 í norðanverðum firðinum.

Hægt er að sjá rýmingarkort í vefsjá Múlaþings, undir skipulag og rýmingarsvæði.