Orkumálinn 2024

Þungt yfir næstu daga

Veðursældin hefur verið einstök á Austurlandi síðastliðinn mánuð og hitatölur margsinnis farið fyrir 20 gráður.

Sólin virðist nú ætla að færa sig um set því spáð er góðu veðri og töluverðum hita á höfuðborgarsvæðinu í vikunni en þungviðri á Austurlandi.


Í dag hefur verið nokkuð úrkomumikið á Austurlandi og skýjað en á morgun mun draga úr úrkomu og gæti jafnvel stytt upp víða, en búast má við súld eftir hádegi. Þá mun hvessa nokkuð á morgun, 8-13 m/s norðan- og norðvestanátt.


Búast má við dálítilli vætu á fimmtudaginn en stytta á upp síðdegis, hlýjast á Austurlandi verður sunnan Fáskrúðsfjarðar.


Um helgina verður norðan eða breytileg átt, hægviðri og bjart með köflum. Hlýjast verður sunnan og vestan til á landinu en gera má ráð fyrir nokkrum hlýindum á Austurlandi á föstudag og laugardag.

 

Myndin sýnir hitaspá fimmtudagsins. Sjá má að hitinn verður mestur á Suðvesturhorninu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.