Þyrla gæslunnar flutti brúarefni að Hengifossi – Myndir

TF-Eir, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti í gær efni í brú sem stendur til að reisa neðan við Hengifoss. Stígnum næst vinnusvæðinu var lokað meðan þyrlan sveimaði yfir en forvitið fólk gat komið sér fyrir og fylgst með úr hóflegri fjarlægð.

Þyrlan kom austur klukkan rúmlega fjögur, heldur síðar en áætlað var. Fyrst var efnið skoðað á jörðu niðri og það búið undir flutninginn áður en það var fest neðan í þyrluna.

Þyrlan fór alls fimm ferðir fram og til baka á um klukkustund, en verkinu lauk um klukkan sex. Í þeirri fyrstu setti hún út tvo smiði frá Austurbygg og tvo úr áhöfn sinni til að taka á móti efninu á jörðu niðri.

Í fyrstu tveimur ferðunum var farið með handrið brúarinnar sem samtals vega 1700 kg. Í þriðju ferðinni var tekinn biti í burðarvirki brúarinnar en í síðustu tveimur ferðunum komu aðalburðarbitarnir tveir. Hvor þeirra er 17 metra langur og vega 1,1 tonn, en þeir eru gerðir úr límtré.

Ferðin með fyrri bitann virtist ganga brösuglega. Strekkingsvindur var innan úr dalnum og flaug þyrlan upp í vindinn með bitann dinglandi neðan í. Sjónarvottar fylgdust með hvernig bitinn sveiflaðist eins og róla í 45° horn upp frá réttri stöðu.

Að lokum tókst að hemja bitann og gekk ágætlega að koma honum á sinn stað en í seinni ferðinni gekk allt upp.

Þyrlan lenti síðan og tók áhafnarmeðlimi sína upp í áður en hún flaug til Seyðisfjarðar þar sem hún hífði brú á Selsstaðaá, á gönguleiðinni milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar. Vinnudeginum lauk svo um kvöldið þegar áhöfn þyrlunnar flutti vatnstanka úr Herðubreiðarlindum út á veg.

Á næstu dögum verður brúin sjálf smíðuð ofan á bitana. Hún er staðsett á útsýnisstað neðan við Hengifoss. Með henni verður til gönguleið hringinn í kringum gilið sem Hengifossá fellur eftir en síðasta á var brú sett á ánna neðst í gilinu. Aðalefni beggja brúa er lerki úr Fljótsdal, unnið af heimafólki hjá Skógarafurðum.

Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0056 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0058 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0062 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0066 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0068 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0071 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0007 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0082 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0013 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0015 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0028 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0030 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0035 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0037 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0038 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0084 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0089 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0094 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0096 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0101 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0106 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0108 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0116 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0127 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0045 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0132 Web
Hengifoss Bru Thyrla Agust22 0054 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.