Tilkynnt um líkamsárás á LungA

Fjölmenni var á hátíðinni LungA á Seyðisfirði um helgina. Hátíðin stóð frá mánudegi til sunnudags og fór prýðilega fram í miklu blíðskaparveðri.


Lögreglustjóranum á Austurlandi barst þó tilkynning um líkamsárás aðfaranótt sunnudags og er hún til rannsóknar. Meiðsli er hlutust að árásinni eru ekki talin alvarleg samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

 

 

Rólegt hjá lögreglunni þrátt fyrir mannfjölda
Veðrið hefur dregið marga landsmenn á Austurland og hefur verið mikill mannfjöldi í fjórðungnum og tjaldsvæðin verið meira og minna full af fólki og fjölgaði Fjarðabyggð m.a. tjaldsvæðum í sveitarfélaginu um helgina.

 

Þetta hefur þó ekki orðið til þess að erilsamt sé hjá lögreglunni á Austurlandi og hefur fólk almennt hegðað sér vel. „Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Austurlandi síðustu vikur hefur lögregla ekki fundið fyrir auknu álagi nema að litlu leyti og þau mál sem upp hafa komið verið minniháttar. Hegðun og framganga þeirra sem sótt hafa fjórðunginn heim hefur verið til fyrirmyndar að mati lögreglu,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögreglustjóri á Austurlandi.

 

Þá hefur aðeins eitt umferðarslys orðið í umdæminu það sem af er mánuði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.