Tjörnin þrifin

tjorn_egs_0016_web.jpgNemendur í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs byrjuðu í gær að þrífa tjörnina í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Verkið heldur áfram næstu daga. Nemendurnir taka gras upp úr ytri enda tjarnarinnar og fleira sem ekki á að vera í henni.

Grunnvatnsstaða tjarnarinnar er nokkuð há. Upphaflega var skrúfað fyrir rennsli inn í hana upp úr miðjum júní en yfirborð tjarnarinnar lækkaði samt lítið. Að lokum var komið með haugsugu til að dæla upp úr henni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.