Tveir fluttir með sjúkraflugi eftir árekstur á Fjarðarheiði

Tveir einstaklingar voru fluttir með sjúkraflugi eftir að tveir bílar skullu saman á Fjarðarheiði eftir hádegi í dag. Lögregluþjónn segir að snarlega hafi myndast erfiðar aðstæður á heiðinni.

Slysið varð um klukkan hálf þrjú í dag en bílarnir skullu harkalega saman í hálku sem myndaðist af völdum krapa.

Þrennt var í bílunum. Ökumaður annars bílsins og farþegi úr hinum slösuðust töluvert. Þeir voru fluttir af vettvangi með sjúkrabíl og nánast rakleitt í sjúkraflug. Ekki er nánar vitað um líðan þeirra.

Hjalti B. Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að vegurinn yfir heiðina hafi verið auður í morgunn. Eftir hádegi tók að rigna í byggð en snjóa eða slydda til fjalla. „Aðstæður urðu hratt erfiðar,“ segir hann.

Loka þurfti veginum í stuttan tíma meðan björgunaraðilar athöfnuðu sig.

Bílarnir báðir eru mikið skemmdir og óökufærir.

Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.