Tvö COVID smit á LungA hátíðinni

Það komu upp tvö smit á LungA hátíðinni á Seyðisfirði undanfarna daga. Eitt smit var rakið til Café Láru síðastliðin miðvikudag en búið er að hafa samband við alla í því smitmengi og rakningu lokið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forráðamönnum hátíðarinnar. Þar segir einnig að annað smit kom upp í dag en smitmengi þess einstaklings nær því einungis til sunnudags.

"Það þýðir að þeir einstaklingar sem voru í nànu samneyti við viðkomandi hafa verið settir í sóttkví í dag. Aðrir þurfa ekki að örvænta að svo stöddu," segir í tilkynningunni.

"Ekki er um hópsmit að ræða en við munum að sjálfsögðu miðla þeim upplýsingum áfram sem við kunnum að fá í framhaldinu. LungA hvetur alla gesti hátíðinnar að fylgjast með einkennum og fara í skimun ef einhver einkenni koma í ljós og annars huga vel að einstaklings sóttvörnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.