Tvö landamærasmit í viðbót

Tveir Austfirðingar fengu í morgun staðfest að þeir væri með Covid-19 smit. Það greindist við komuna til landsins. Alls eru fjórir í einangrun með virkt smit núna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands. Einstaklingarnir eru allir í einangrun á heimilum sínum á Austurlandi undir eftirliti Covid-deildar Landsspítalans og Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Þar sem smitin greindust öll við landamæraskimun er ekki grunur um önnur smit í fjórðungnum vegna þeirra. Tveir aðrir greindust með landamærasmit á föstudag. Fjórir eru í sóttkví á Austurlandi samkvæmt tölum af Covid.is

Í tilkynningunni segir að atvikið sýni berlega að veiran sé enn á ferli og því mikilvægt að gæta fyllstu varkárni. Í því felst að fylgja í hvívetna þeim persónubundnu smitvörnum sem hafa verið áréttaðar ítrekað, að fylgja tveggja metra reglunni, nota grímu þar sem það er áskilið og muna eftir handþvotti og sprittnotkun. Síðast en ekki síst að forðast margmenni og virða alltaf gildandi reglur um hópastærð.

„Einblínum áfram á endamarkið sem nú er farið að glitta í gegnum Covid-mistrið. Ökum af varkárni þær blindhæðir og beygjur sem enn bíða og tryggjum þannig að engin slys verði á leiðinni,“ segir í niðurlagi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.