Tvö umferðaróhöpp í Berufirði

Tvö umferðaróhöpp urðu á vegum við Berufirði í gær. Lögreglan á Austurlandi heimsótti í síðustu viku gisti- og veitingastaði til að kanna leyfismál þeirra sem starfsmanna. Langflest reyndust í góðu lagi.

Annars vegar valt húsbíll í norðanverðum Berufirði, hins vegar fór bíll út af í lausamöl við afleggjarann uppi á Öxi. Í hvorugu tilfellinu slasaðist fólk.

Síðasta helgi var að mestu róleg hjá lögreglunni á Austurlandi. Framundan eru þó stórar helgar með bæjarhátíðum og er undirbúningur að löggæslu fyrir þær í gangi í samstarfi við skipuleggjendur.

Lögreglan, Ríkisskattstjóri og Vinnueftirlitið gengust í síðustu viku fyrir könnun á rekstrarleyfum veitinga- og gististaða sem og leyfum erlends starfsfólks til dvalar og atvinnu hérlendis. Ellefu staðir voru heimsóttir og rætt við um hundrað starfsmenn.

Leyfi alls starfsfólks voru í lagi en hins vegar komu upp athugasemdir við rekstrarleyfi tveggja staða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru þau mál áfram í vinnslu. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.