Tvö verkefni í úrslitum Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Tvö verkefni af Austurlandi komust í úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, sem haldin hefur verið árlega í 30 ár.

Keppnin er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla. Undirbúningur fer fram í skólunum, samhliða skólaárinu. Markmiðið er að virkja sköpunarkraft nemenda í lausnamiðuðum hugsunarhætti, auka sjálfstraust þeirra og frumkvæði. Keppnin hefur verið haldin óslitið frá árinu 1991.

40 nemendur áttu hugmyndir í úrslitunum. Þar af voru tvö pör frá Austurlandi, sem reyndar fengu ekki verðlaun áhátíðinni sjálfri.

Annars vegar áttu þær Kristín Indíana Káradóttir og Emma Ástrós Stefánsdóttur úr 5. bekk Egilsstaðaskóla hugmyndina Hárburstasprey. Kennari þeirra er Freyja Kristjánsdóttir.

Hin hugmyndin var frá Kristbjörgu Jónu Gunnarsdóttur og Klöru Elísabetu Ragnarsdóttur úr 5. bekk Brúarásskóla en hún kallaðist Rafmagnssápur. Þórey Eiríksdóttir kennir þeim.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.