Um 40% austfirska fyrirtækja í vandræðum

sveinn_kyndist.jpgTæp fjörutíu prósent austfirskra fyrirtækja glíma við áhættu í rekstri umfram það sem eðlilegt getur talist eða eru orðin ógjaldfær eða í alvarlegum vanskilum. Sérfræðingur segir lykilatriði að bjarga fyrirtækjum á landsbyggðinni.

 

Þetta kemur fram í frétt Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í dag en byggt er á gögnum frá Creditinfo. Á Austurland eru skráð 769 fyrirtæki.

Af þeim er áhætta 26% umfram eðlileg mörk og 13% eru í vanskilum.

Verst er ástandið á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem 46-55% fyrirtækja eru „á bjargbrúninni.“

Blaðið hefur eftir Rakeli Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo, að þótt fyrirtækin séu flest á Höfuðborgarsvæðinu verði í endurreisnarstarfinu að leggja mesta áherslu á fyrirtækin á landsbyggðinni.

„Þar eru kannski ekki stærstu fyrirtækin en þau skipta miklu máli. Eitt gjaldþrot úti á landi getur haft gríðarleg áhrif á byggðarlagið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar