Umferð um Hringveginn minnkaði um 27% á Austurlandi

Umferðin um Hringveginn í ágúst minnkaði langmest á Austurlandi eða um rúmlega 27% miðað við sama mánuð í fyrra. Raunar hefur umferð um Hringveginn um landið í heild í ágúst ekki minnkað jafnmikið síðan að mælingar hófust.

Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að umferðin í ágústmánuði á Hringveginum dróst saman um 12 prósent miðað við umferð í sama mánuði í fyrra. Ekki hefur áður mælst viðlíka samdráttur í umferð í ágúst en þetta er ríflega fjórum sinnum meiri samdráttur en áður hefur mælst mestur.

Ennfremur segir að útlit sé fyrir að umferðin í heild dragist saman um 12 prósent í ár sem er gríðarlega mikill samdráttur á milli ára. Frá áramótum hefur umferðin um Austurland minnkað um 26%

Umferð dróst saman í öllum landssvæðum í ágúst og mest á Austurlandi eða um rúmlega 27%, eins og fyrr segir, en minnst á og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um tæp 6%. Hvað aðra landshluta varðar minnkaði umferðin um Suðurland um rúmlega 20% en Vesturland um tæplega 11% svo dæmi séu tekin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar