Undirbúa móttöku togara þar sem skipverjar sýna Covid-einkenni
Starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands undirbýr sig þessa stundina um að taka á móti togara sem er á leið til Seyðisfjarðar þar sem skipverjar hafa fundið fyrir einkennum sem svipar til Covid-19.Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands. Ekki er gefið upp hver togarinn er en fimm skipverjar eru sagðir hafa fundið til einkenna.
Tekin verða sýni úr skipverjum og þeir settir í einangrun eða sóttkví, eftir sem við á, þar til niðurstaða sýnatökunnar liggur fyrir. Vonast er til að það verði seinni partinn á morgun.
Samkvæmt tölum Covid.is eru nú tvö virk smit á Austurlandi. Annað er ferðamaður sem kom í síðustu viku en hinn greindist í gær. Sá á lögheimili í fjórðungnum en dvelur annars staðar. Því er aðeins einn einstaklingur í einangrun með virkt smit í landshlutanum.